Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

Unnið er að lokafrágangi og snyrtingu utan við göngin.
Unnið er að lokafrágangi og snyrtingu utan við göngin. Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng

Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð.

Þetta breyttist þegar leið á veturinn. Hlutfall þeirra sem fóru um Víkurskarð hækkaði á kostnað ganganna. Það sem af er maímánuði hafa um átta bílar af hverjum tíu farið göngin.

Heildarumferðin hefur aukist og þrátt fyrir að meiri umferð sé um Víkurskarð en reiknað var með er umferðin um göngin svipuð og búist var við, segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri ganganna í Morgunblaðinu í dag. Unnið er að lokafrágangi og snyrtingu utan við göngin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert