Þingfundi slitið 5:51

Bergþór Ólason á Alþingi.
Bergþór Ólason á Alþingi. mbl.is/​Hari

Þingfundi var slitið klukkan 5:51 í morgun og verður framhaldið klukkan 10:30. Líkt og á næturfundum Alþingis í síðustu viku voru það þingmenn Miðflokksins sem ræddu þriðja orkupakkann.

Sá sem var síðastur í ræðustól Alþingis var Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, en hann ákvað að flytja seinni hluta ræðu sinnar síðar. 

Þeir sem misstu af umræðunum í nótt geta horft á þær hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert