Strandveiðar fara vel af stað

Hljóðið er almennt gott í þeim sjómönnum sem stundað hafa strandveiðar það sem af er þessari vertíð, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fyrstu strandveiðibátunum var ýtt úr vör 2. maí og hafa margir sjómenn náð tólf dögum á veiðum í mánuðinum, sem er hámark leyfilegra veiðidaga.

„Í þessum mánuði er aðeins hægt að nýta sextán daga til veiða, og þess vegna er það ánægjulegt hversu margir virðast ætla að ná sínum tólf dögum,“ sagði Örn í samtali við 200 mílur á þriðjudag, en viðtalið birtist í ViðskiptaMogganum í gær.

„Veiðarnar hafa gengið alveg prýðilega það sem af er sumri,“ segir hann og bendir á gott veður hafi eflaust sitt að segja. „Það sést ef til vill best á fjölda landana, en hann er kominn í 3.400, en voru um 2.400 á sama tíma í fyrra. Sjóferðirnar eru því um þúsund fleiri en þær voru þá.“

Þeim bátum sem landað hafa afla hefur fjölgað um rúmlega sextíu á milli ára, úr 404 í 467.

Nánar um gang strandveiða í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert