Hermenn tróðu niður eina plöntu

Að sögn Bjarna var um vaska sveit að ræða og …
Að sögn Bjarna var um vaska sveit að ræða og tók verkið undir klukkustund. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Ellefu fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli, auk fulltrúa frá Atlantshafsbandalaginu, fóru í gróðursetningarferð í Þjórsárdal þar sem vetrarþjálfun í tengslum við Trident Juncture fór fram í fyrrahaust.

„Þetta gekk vel og við áttum mjög gott samstarf við Skógræktina og sveitarfélagið. Við mættum hérna ellefu manns og plöntuðum 1.500 trjáplöntum,“ sagði Bjarni Vestmann, starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is að gróðursetningunni lokinni.

Að sögn Bjarna var um vaska sveit að ræða og tók verkið undir klukkustund. 

Aðspurður hvort um nauðsynlega landgræðslu vegna ágangs hermanna hafi verið að ræða tók Bjarni fyrir að svo væri og vísaði á Hrein Óskarsson frá Skógræktinni, sem sat við hlið hans er blaðamaður sló á þráðinn. „Það var nánast ekki neitt. Við fundum eina plöntu sem mögulega hafði verið troðin niður,“ staðfesti Hreinn.

„Þetta er hluti af okkar ábyrgðarhlutverki gagnvart náttúrunni,“ segir Bjarni að lokum.

Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert