Greiddi 450 þúsund krónur í sekt

Líkt og myndin sýnir eru töluverðar skemmdir á jarðhitasvæðinu eftir …
Líkt og myndin sýnir eru töluverðar skemmdir á jarðhitasvæðinu eftir jeppann. Ljósmynd/Aðsend

Ferðamaðurinn sem olli skemmdum skammt frá jarðböðunum við Mývatn með utanvegaakstri í gær hefur gert sín mál upp við lögregluna á Norðurlandi eystra og greitt sekt upp á 450 þúsund krónur.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá lögreglunni í samtali við mbl.is. 

Al­ex­and­er Tik­hom­irov er fræg rúss­nesk sam­fé­lags­miðlastjarna sem sér­hæf­ir sig í ljós­mynd­un og mynd­bands­upp­tök­um á ferðalög­um sín­um um heim­inn ásamt létt­klædd­um kon­um. 

Landeigandi sem keyrði fram á ódæðið í gær sagði ljóst að um viljaverk var að ræða og í færslu á Instagram virtist Tik­hom­irov litlar áhyggjur hafa af málinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert