Persónulegar skoðanir — ekki fréttaskýring

Sigurður Már Jónsson.
Sigurður Már Jónsson.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, á hendur Sigurði Má Jónssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, vegna greinar hans um Kjarnann í Þjóðmálum.

Fram kemur í úrskurðinum að meirihluti nefndarinnar telji að um sé að ræða „framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu“.

Þórður Snær kærði Sigurð Má og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinaskrifa Sigurðar um Kjarnann sem birtust í aprílhefti Þjóðmála. 

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. mbl.is/Styrmir Kári

Þórður Snær sakar Sigurð um að fara ranglega með fjölmörg atriði í greininni. Enn fremur sakar Þórður Snær höfund greinarinnar um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja að fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“.

Siðanefndin lítur svo á að umrædd skrif Sigurðar Más séu ekki fréttaskrif, jafnvel þó að höfundur kynni greinina sem slík á bloggsíðu sinni, og var kærunni vísað frá.

Friðrik Þór Guðmundsson er ósammála meirihluta nefndarinnar um frávísun málsins og telur að lýsingu Sigurðar Más á skrifum sínum í Þjóðmálum sem fréttaskýringu beri að virða. Þess vegna ætti að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert