Ný stjórnarskrá lausnin

Helgi Hrafn Gunnarsson á Alþingi.
Helgi Hrafn Gunnarsson á Alþingi. mbl.is/​Hari

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi að umræðan um þriðja orkupakkann hefði verið afgreidd fyrir löngu síðan ef ný stjórnarskrá hefði verið samþykkt.

Undir dagskrárliðnum störf þingsins sagði hann að í nýrri stjórnarskrá væri að finna lausnir á þeirri umræðu sem hefði komið upp í tengslum við þriðja orkupakkann, meðal annars um eignarétt yfir auðlindum og framsal valds.

Hann sagði þriðja orkupakkann vera viðvörun og að hlutirnir geti farið í flækjur ef grundvallaratriði séu trössuð of lengi. Lausnin sé að innleiða nýja stjórnarskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert