Menn hafi hugsað sinn gang

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/​Hari

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er ekki bjartsýnn á að þinglok náist fyrir 17. júní en telur engu að síður annan tón kominn í Miðflokksmenn.

„Ég held að menn hafi hugsað sinn gang og velt ýmsu fyrir sér eftir að þetta róaðist aftur og menn sneru sér að því að ræða og afgreiða önnur mál. Ég held að það hafi verið góð breyting síðdegis á fimmtudag og allan föstudaginn þegar betri taktur komst í þetta,“ segir hann og kveðst vonast til þess að þannig haldi það áfram.

Þingfundur hefst í dag klukkan 10.30. Fyrst er óundirbúinn fyrirspurnatími á dagskrá til 11.15 og og svo taka við sautján mál sem eru komin í þriðju umræðu. Í mörgum þeirra má að sögn Steingríms búast við því að greidd verði atkvæðið um málið athugasemdalaust. Á meðal þeirra kunna að vera mál eins og frumvarp til breytingar á umferðarlögum og frumvarp um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem bæði hafa farið í nefndir og komið aftur út í samkomulagi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert