Þinglok væntanlega á morgun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingfundur stóð yfir til klukkan 1:44 í nótt og hefst að nýju klukkan 10. Samið hefur verið um að þinglok verði væntanlega á morgun. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag er þingsályktunartillaga forsætisráðherra um frestun á fundum Alþingis til 28. ágúst. 

Tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er eftirfarandi: Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 20. júní 2019 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 28. ágúst 2019. 

Dagskrá þingfundar: 

  1. Frestun á fundum Alþingis, 994. mál, þingsályktunartillaga forsætisráðherra. — Ein umræða.
  2. Fjármálaáætlun 2020–2024, 750. mál, þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra. — Síðari umræða.
  3. Breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018–2022, 953. mál, þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra. — Síðari umræða.

Hildur Sverrisdóttir og Óli Halldórsson tóku sæti á Alþingi síðdegis í gær sem varamenn fyrir Sigríði Á. Andersen og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Tillögur fjárlaganefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert