Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar

Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Eitt fyrsta verkefni hans verður að leiða sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Áður hafði verið greint frá því að nýr bankastjóri yrði skipaður 20. ágúst.

Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa. Það eru þeir Gylfi Magnús­son, dós­ent við Há­skóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deild­ar Há­skóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fess­or við LSE í London, og Arn­ór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ing­ur og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri. 

Hæfisnefndin á eftir að skila endanlegri umsögn til forsætisráðherra en frestur umsækjenda til að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar rann út 19. júní. Það er for­sæt­is­ráðherra sem að lok­um skip­ar seðlabanka­stjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert