Rúmur þriðjungur seldur

Hafnartorg. Útsýnisíbúð við Geirsgötu. Fasteignasali sagði íbúðina kosta um 200 …
Hafnartorg. Útsýnisíbúð við Geirsgötu. Fasteignasali sagði íbúðina kosta um 200 milljónir. mbl.is/Baldur

Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestirinn áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði vegna aðstæðna. Annar fjárfestir gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann.

Slíkar tafir geta þýtt mikinn vaxtakostnað. Annar húsbyggjandi sagði fjárfesta ekki tilbúna að leggja fé í uppbyggingu íbúða í miðborginni við þessar aðstæður. Sá markaður væri enda „ekki nógu spennandi“.

Nú eru til sölu 330 íbúðir í tíu nýjum fjölbýlishúsum í miðborginni. Þær fyrstu komu á markað síðla árs 2017 og eru einhverjar enn óseldar. Hluti er nýkominn í sölu. Miðað við að meðalverðið sé 55 milljónir er samanlagt söluverð óseldra íbúða rúmir 18 milljarðar. Um 240 íbúðir til viðbótar koma á markað á næstunni og kemur mikill meirihluti þeirra á næstu 12 mánuðum. Þá eru á annað þúsund miðborgaríbúðir á ís eða á teikniborðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert