Flestir treysta Lilju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Flestir bera mest traust til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, en minnst traust ríkir í garð Bjarna Benediktssona efnahags- og fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is.

Næst á eftir henni kemur kynsystir hennar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og njóta þær langmests trausts allra ráðherra ríkisstjórnarinnar.  

„Stuðningur við Lilju er mestur meðal tekjulágra og þeirra sem hafa minnsta menntun. Þessu er öfugt farið meðal stuðningsmanna Katrínar en traust til hennar styrkist eftir því sem tekjur hækka og menntun eykst.“ Þetta kemur fram í fréttinni. 

Helmingur allra kvenna sem tóku þátt í könnuninni sögðust bera minnst traust til Bjarna Benediktssonar. Vantraustið er mest meðal þeirra tekjulægstu og þeirra sem hafa minnsta menntun.

Könnunin var gerð dagana ­25.-27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert