Fjölmenni mótmælir á Austurvelli

Mótmælandi á Austurvelli í dag.
Mótmælandi á Austurvelli í dag. mbl.is/Alexander

Fjölmenni er á mótmælum á Austurvelli þar sem þess er krafist að tveimur afgönskum fjölskyldum verði ekki vísað til Grikklands. Annars vegar er um að ræða einstæðan föður með tíu og níu ára syni og hins vegar einstæða móður með 12 ára son og 14 ára dóttur.

Mótmælendur héldu af stað í fylkingu frá Hallgrímskirkju klukkan fimm og eru nú staðsettir á Austurvelli þar sem fólkinu sem á að vísa úr landi er sýnd samstaða. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður eftir og komu við hjá dómsmálaráðuneytinu.

Blaðamaður mbl.is á Austurvelli segir að fólk sé almennt rólegt en það sé stór hópur af fólki á svæðinu. Hann kveðst ekki hafa séð jafn marga komna saman til mótmæla síðan 4. apríl 2016, þegar mótmælt var vegna Panama-skjalanna.

Mótmælendur gengu fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður eftir og komu …
Mótmælendur gengu fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður eftir og komu við hjá dómsmálaráðuneytinu áður en hópurinn nam staðar á Austurvelli. mbl.is/Arnþór

Yfirskriftin mótmælanna á Facebook er „Við mótmælum brottvísunum barna á flótta.“ Þar segir að á þessu ári hafi íslensk stjórnvöld synjað 75 börnum á flótta um alþjóðlega vernd en 1500 manns höfðu boðað komu sína á mótmælin. 

Að meðaltali hafi 12 börnum verið neitað um vernd í hverjum mánuði. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé trekk í trekk hafður að engu. 

Nú vofa yfir brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna. Annarsvegar er einstæður faðir með tvo syni, 10 og 9 ára, hinsvegar einstæð móðir með son sinn og dóttur, 12 og 14 ára. Þeim á að brottvísa til Grikklands, þrátt fyrir að heimildir sýni fram á að lítið annað en líf í örbyrgð og óöryggi bíði þeirra í Grikklandi,“ kemur fram á Facebook-síðu mótmælanna.

Hópurinn kom við í dómsmálaráðuneytinu á leið sinni frá Hallgrímskirkju.
Hópurinn kom við í dómsmálaráðuneytinu á leið sinni frá Hallgrímskirkju. mbl.is/Alexander
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert