Axarkast í Heiðmörk

Skógarleikarnir í Furulundi.
Skógarleikarnir í Furulundi. mbl.is/Arnþór

Skógarleikararnir í Heiðmörk voru haldnir í dag en að þeim stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur. Keppt var í skógarhöggi og skógaríþróttum svo sem afkvistun trjábola, nákvæmnisfellingu, axarkasti, sporaklifri og bolahöggi.

Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélaginu, fræddi áhugasama um kolefnisbindingu trjáa, hitamál dagsins, og þá kynntu Orri arboristi og Sebastian Morgenstjerne frá Trjáprýði vinnubrögð trjáklifrara á sjónrænan hátt.

Hulda Brynjólfsdóttir leiddi gesti í allan sannleikann um hvernig nýta má jurtir til litunar og fyrirtækið Berserkir axarkast, sem sérhæfir sig í að kenna fólki að kasta exi, gerði nákvæmlega það.

Þar sem þrír menn koma saman, þar er pylsa.
Þar sem þrír menn koma saman, þar er pylsa. mbl.is/Arnþór
Krakkarnir æfðu sig í þeirri fornu list að klifra í …
Krakkarnir æfðu sig í þeirri fornu list að klifra í trjám. mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert