Bo fær stjörnu

Bo fyrir utan Bæjarbíó, þar sem til stendur að svipta …
Bo fyrir utan Bæjarbíó, þar sem til stendur að svipta hulunni af stjörnunni á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Björgvin Halldórsson verður fyrstur manna sæmdur stjörnu íslenskrar tónlistar í gangstétt Strandgötu í Hafnarfirði. Um er að ræða einhvers konar heimfæringu á Walk of Fame-gangstéttinni í Hollywood þar sem frægir geta keypt sér ódauðleika á gangstéttinni. Stjörnur í hinni íslensku gangstétt ganga þó ekki kaupum og sölum heldur er Björgvin, sem er fæddur í Hafnarfirði, verðlaunaður fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.

Stjarnan verður vígð á morgun við setningu tónlistar- og bæjarhátíðarinnar Hjartað í Hafnarfirði sem stendur yfir 8.-14. júlí. Stjörnugangstéttin er rétt utan við Bæjarbíó en þar verður tónleikadagskrá alla vikuna í tilefni hátíðarinnar. Þá verða einnig viðburðir á útisvæðinu milli bíósins og kaffihússins Súfistans, en á þá verður aðgangur ókeypis.

Undirbúningur í fullum gangi.
Undirbúningur í fullum gangi. Ljósmynd/Aðsend
Svala Björgvinsdóttir er meðal þátttakenda í hátíðinni.
Svala Björgvinsdóttir er meðal þátttakenda í hátíðinni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert