Minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan 2008

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Íslandi og mæl­ist með 21,6 prósent fylgi samkvæmt nýjum Þjóðar­púlsi Gallup. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi í Þjóðarpúlsinum síðan í nóvember 2008.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Samfylkingin mælist með 14 prósenta fylgi, Tæplega 13 prósent aðspurðra sögðust myndu kjósa Pírata og 12 prósent Miðflokkinn, Vinstri Græn og Viðreisn.

Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega 9 prósent fylgi, Flokkur fólksins 4 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands með 3 prósenta fylki.

Alls eru rétt tæp 22 prósent sem myndu skila auðu, taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Tæp 48 prósent þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert