Þjóðhátíð náði hámarki í gærkvöldi

Blysin tendruð. Þau eru jafnmörg og árin frá því Þjóðhátíð …
Blysin tendruð. Þau eru jafnmörg og árin frá því Þjóðhátíð var fyrst haldin árið 1874. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíð er búin og lögreglan í Vestmannaeyjum er glöð. Tveir gistu þar fangageymslur í nótt, en báðir einungis sökum ölvunar. Á milli 12 og 13 þúsund manns skemmtu sér fallega í Herjólfsdal í gærkvöldi, segir Pétur Steingrímsson varðstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við mbl.is.

„Nú erum við bara glaðir. Það gekk bara mjög vel í nótt,“ segir Pétur. Hann segir að það hafi verið fínasta veður í Heimaey í gær, skýjað en blankalogn og þurrt. Herjólfur byrjaði að ferja þjóðhátíðargesti upp á fastlandið kl. 2 í nótt og hafa 1.800 manns þegar siglt á milli.

Fólk passar að mæta í bátinn

„Hann er svo snöggur í förum þessi nýi,“ segir Pétur um Herjólf. Hann segir mikinn mannfjölda vera á bryggjunni og að allt virðist ganga vel, þjóðhátíðargestir séu meðvitaðir um að þeir megi alls ekki missa af þeirri ferð Herjólfs sem þeir eigi bókað í. Annars er hætta á að verða strandaglópur.

„Flugið er líka byrjað, Ernir standa sig vel hérna við að þjóna Eyjamönnum,“ segir Pétur.

Lögreglan á Suðurlandi verður með öflugt umferðareftirlit í Landeyjahöfn og víðar og passar að enginn fari of snemma af stað út í þunga umferðina í átt til höfuðborgarsvæðisins eftir þessa miklu skemmtanahelgi.

Hér að neðan má sjá fjölda mynda af stemningunni í Herjólfsdal í gærkvöldi.

Ungt fólk í góðum gír á tjaldsvæðinu í dalnum.
Ungt fólk í góðum gír á tjaldsvæðinu í dalnum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Árni Johnsen leiddi þjóðhátíðargesti í þjóðsöng við lok brekkusöngs.
Árni Johnsen leiddi þjóðhátíðargesti í þjóðsöng við lok brekkusöngs. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Friðgeir Bergsteinsson lét sig ekki vanta á Þjóðhátíð.
Friðgeir Bergsteinsson lét sig ekki vanta á Þjóðhátíð. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Ingólfur Þórarinsson Selfyssingur og veðurguð stýrði brekkusöngnum og söng meðal …
Ingólfur Þórarinsson Selfyssingur og veðurguð stýrði brekkusöngnum og söng meðal annars um Arilíus Marteinsson og Valla Reynis. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Ungir menn í blóma lífsins.
Ungir menn í blóma lífsins. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Lögreglan skýtur á að um 12-13 þúsund manns hafi verið …
Lögreglan skýtur á að um 12-13 þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal í gærkvöldi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Sungið hástöfum.
Sungið hástöfum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Snjallsímarnir hafa leyst kveikjarana af hólmi.
Snjallsímarnir hafa leyst kveikjarana af hólmi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert