Vilja ekki virkja minna

Frá jarðhitasvæðinu á Þeistareykjum.
Frá jarðhitasvæðinu á Þeistareykjum. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Að mínu mati hefur vinna við rammaáætlun bæði hallast of mikið á náttúruverndarhliðina og lítið tillit tekið til samfélagslegra og efnahagslegra þátta.“ Þetta segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri sem segir að áfram eigi að þróa á Íslandi jarðhita og vatnsafl með skynsamlegum hætti.

„Til þess að geta haldið áfram að sinna sérfræðivinnu og aðstoða erlend ríki þurfum við að hafa ferska reynslu af uppbyggingu jarðhitavirkjana og sérfræðinga sem haft hafa verkefni hér heima, núna sneyðist um þessi verkefni og innlendi markaðurinn er að dragast saman,“ segir hann í tilefni af því að Kenía tók nýverið fram úr Íslandi á lista yfir þau lönd sem nýta jarðvarma mest.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir hann það ákveðinn sigur fyrir Íslendinga að jarðhitavinnsla hafi náð sér á strik í löndum eins og Keníu og Indónesíu.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, tekur í svipaðan streng og segir: „Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að ekki eigi að virkja meira, að því sögðu að það snúist ekki bara um að virkja heldur að mæta þörfum samfélagsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert