HR sýknaður af kröfum Kristins

Kristinn ásamt Hlyni Jónssyni lögmanni í dómsalnum í dag.
Kristinn ásamt Hlyni Jónssyni lögmanni í dómsalnum í dag. mbl.is/Freyr

Háskólinn í Reykjavík hefur verið sýknaður af kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við háskólann.

Dómsuppsaga var í málinu rétt í þessu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málskostnaður á milli aðila fellur niður. Dómari greindi frá því að dómsuppkvaðning hefði dregist fram yfir lögbundinn frest en að ekki hafi verið talin þörf á endurflutningi. Var háskólinn sýknaður af öllum dómkröfum Kristins. 

Kristinn stefndi skólanum vegna uppsagnar hans í október í fyrra en ástæða hennar voru ummæli sem hann hafði uppi á netinu. 

Hann krafði skólann um 66 mánaða laun, eða tæplega 57 milljónir króna, sem hann taldi sig eiga rétt á þar sem hann kenndi áður hjá Tækniskólanum í Reykjavík og var þar opinber starfsmaður.

Málið á rætur að rekja til ummæla Kristins á lokaðri Facebook-síðu sem nefnist Karlmennskuspjallið. Þar sagði hann m.a. konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmann vinna. Þá sagði hann að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.

Við skýrslu­töku þegar aðalmeðferð málsins fór fram í júní lýsti Ari Krist­inn Jóns­son rektor há­skól­ans því að um­mæli Krist­ins í hópn­um Karl­mennsku­spjallið hefðu haft „veru­leg áhrif á starfs­menn“. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lögmaður Krist­ins, spurði Sig­ríði El­ínu Guðlaugs­dótt­ur, mannauðsstjóra há­skól­ans, að því hvort hún hefði séð um­mæli um hann sjálf­an á Face­book-hópn­um Karl­ar sem gera merki­lega hluti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert