Heilsugæslan verði gjaldfrjáls

Verðugt markmið er að öll þjónusta heilsugæslunnar verði gjaldfrjáls í náinni framtíð. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Hún fundar nú með heilbrigðisstarfsfólki, sveitarstjórnarmönnum og fleirum um nýja heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti í vor.

Stefnan nær til ársins 2030, en á skemmri tíma áætlun, sem gildir næstu fimm árin, er efld þjónusta við aldraða og stefna mótuð um fólk með heilabilun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert