Hjólför í fagurgrænum mosa

„Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og …
„Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms mosa,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir um skemmdir á mosa á friðlandinu að Fjallabaki. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Tómas Guðbjartsson læknir vekur á Facebook-síðu sinni athygli á hjólförum eftir fjallareiðhjól sem hann hefur orðið var við á ferð sinni um friðlandið að Fjallabaki og svæðið þar í kring undanfarið.

Tómas segir að vitundarvakning hafi orðið undanfarið þegar kemur að utanvegaakstri bíla. Hið sama hafi ekki gerst þegar hjá sumum fjallahjólamönnum. „Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms mosa,“ lýsir Tómas.

Skemmdirnar eru utan merktra slóða fyrir fjallahjól.
Skemmdirnar eru utan merktra slóða fyrir fjallahjól. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Hann varð var við sárin í jörðinni á göngu um svæði sunnan af Landmannalaugum og austan við Laugaveg, á svonefndum Skallahring. Hann mat skemmdirnar sem svo að glæpurinn væri raunar hliðstæður utanvegaakstri bíla. „Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða,“ segir í færslunni.

Tómas nefnir að hann hafi átt leið um Grænahrygg, þar sem sagt var frá skemmdum fyrir skemmstu vegna utanslóðarhjólreiða, en að þar hafi ástandið sýnst Tómasi gott. Það er annars staðar sem skemmdirnar liggja nú, en Umhverfisstofnun kærði skemmdirnar á Grænahrygg til lögreglu.

Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Færsla Tómasar í heild:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert