Forlagið hættir að selja bækur í plasti

Jólabókaflóðið verður plastlaust hjá Forlaginu hér eftir
Jólabókaflóðið verður plastlaust hjá Forlaginu hér eftir mbl.is/​Hari

„Ég er sannfærður um að markaðurinn á eftir að taka þessu vel enda hefur verið gríðarleg vitundarvakning hér á landi sem annars staðar um skaðsemi plasts og plastnotkunar,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Forlagið, stærsti bókaútgefandi landsins, hefur ákveðið að hætta að pakka bókum sínum í plast. Munar um minna, því að sögn Egils sendir Forlagið frá sér tæplega 500 þúsund eintök af bókum á ári hverju. Aðspurður segir hann litla peninga sparast með þessari ráðstöfun, ákvörðunin sé tekin út frá umhverfissjónarmiðum.

Egill kveðst vona að fleiri útgefendur fylgi í kjölfarið og leggi af þá áratuga löngu hefð að pakka bókum í plast. Hefðin hafi eflaust myndast vegna þess að bækur séu vinsæl gjafavara og því hafi útgefendur verið helst til tregir að hætta plastpökkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert