Fengu ekkert að vita

Leikhúsið gæti beðið skaða.
Leikhúsið gæti beðið skaða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjóðleikhúsinu var ekki gert viðvart um að framkvæmdir á Hverfisgötu, sem valda lokun hennar og miklu raski, myndu dragast á langinn. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að síðast hafi honum verið tjáð að framkvæmdunum lyki um Menningarnótt.

Nýtt leikár hefst 19. ágúst og fyrsta frumsýning nýja leikársins á stóra sviðinu, Brúðkaup Fígarós, verður sjöunda september.

Ari segir grafalvarlegt að loka Þjóðleikhúsið af með framkvæmdum í upphafi nýs leikárs. Margir leggja leið sína í leikhúsið til að kaupa kort, einkum eldra fólk sem kaupir ekki á netinu.

Þjóðleikhúsinu er skylt að tryggja aðgengi sjúkra- og slökkvibíla en framkvæmdirnar gera leikhúsinu það mjög erfitt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert