Ágúst ekki verið kaldari síðan 1993

Gengið á Úlfarsfell í góða veðrinu.
Gengið á Úlfarsfell í góða veðrinu. mbl.is/​Hari

Ágústmánuður hefur ekki verið jafn kaldur og nú síðan 1993. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í ágúst.

Mánuðurinn var fremur kaldur um land allt, sérstaklega um landið norðan- og austanvert. Þurrt og bjart var um landið sunnan- og vestanvert en blautara norðaustanlands. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi.

Meðalhiti í Reykjavík var 10,8 stig, eða 0,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 9,3 stig, -0,7 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,5 stig og 10,3 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Steinum undir Eyjafjöllum, 11,2 stig, en lægstur 3,1 stig á Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur 6,5 stig á Gjögurflugvelli. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,4 stig á Torfum í Eyjafirði. Mesta frost mældist -3,6 stig á Brúsastöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert