Eldur í ljósastaur í Lágmúla

Greiðlega gekk hjá slökkviliðinu að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk hjá slökkviliðinu að slökkva eldinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í ljósastaur í Lágmúla.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við mbl.is að slökkviliðsmenn væru nýkomnir á staðinn og var ekkert vitað um upptök eldsins á þeirri stundu. Sjaldgæft væri þó að eldur kviknaði á slíkum stað.

Að sögn sjónarvotta á vettvangi virkaði ekki slökkvitæki sem lögregla reyndi að beita á eldinn en greiðlega gekk að slökkva hann er slökkvilið mætti á staðinn.

Slökkvilið á vettvangi.
Slökkvilið á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert