Pence ávarpar fjölmiðla: myndskeið

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ávarpaði fjölmiðla og svaraði spurningum að loknu fundahaldi í Höfða síðdegis í dag áður en hann hélt áleiðis til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. 

Sem fyrr lagði hann mikla áherslu á samvinnu þjóðanna í varnar- og öryggismálum. Hann ræddi einnig Brexit en eftir Íslandsdvölina heldur hann til Bretlands þar sem hann mun ræða við Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. 

Í máli hans kom einnig fram að hann hafi hvatt Guðlaug Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra til þess að hafna kín­verska fjar­skipt­ar­is­an­um Huawei. Hann sagði það ánægju­legt að Íslend­ing­ar hefðu hafnað til­boði Kín­verja um að taka þátt í fjár­fest­inga­áætl­un þarlendra stjórn­valda „Belti og braut“.

Ekki hef­ur áður komið fram op­in­ber­lega að stjórn­völd hafi hafnað til­boði Kín­verja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert