Þegar Guðni hitti Pence: Myndskeið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða í dag. Þeir ávörpuðu fjölmiðla sameiginlega þar sem Guðni lagði áherslu á þau gildi sem væru í heiðri höfð hér á landi; frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamvinnu og virðingu fyrir náunganum. 

Pence þakkaði fyrir sig og talaði um sameiginlega sögu þjóðanna og gott samband þeirra í milli. Í myndskeiðinu má sjá spjall þeirra í heild sinni en í lok þess kemur skrítla Guðna þar sem hann stingur upp á að vera í hlutverki Mikhails Gor­bat­sjevs, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, í myndatökunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert