Víða von á fyrstu hálku haustsins

Vefmyndavél Vegagerðarinnar á Holtavörðuheiði sýnir að snjór hefur fallið þar …
Vefmyndavél Vegagerðarinnar á Holtavörðuheiði sýnir að snjór hefur fallið þar í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Í nótt og snemma á morgun er víða á landinu er von á fyrstu hálku haustsins. Líklegt er að það frysti á láglendi á Norðurlandi, frá Mývatni og alla leið suður í Borgarfjörð. Nú þegar er komin slydda á Holtavörðuheiði með hálkublettum, en svokölluð glerhálka gæti komið þegar það léttir til og lægir og rennblautt yfirborð veganna frýs. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni.

Einar segir að nú þegar létti til muni kalt loft steypast yfir landið og leggja ísfilmu á flesta vegi. Þegar sé kominn snjór á hæstu vegi og útlit fyrir varasamt færi fyrir alla bíla, enda allir enn á sumardekkjum og enn sem komið er lítil vetrarþjónusta á vegum.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru nú 0°C á Holtavörðuheiði er varað við hálkublettum.

Frá Holtavörðuheiði nú í dag.
Frá Holtavörðuheiði nú í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert