Þótti mikið gert úr hlaupahjólsárekstrinum

Lögregla hafði í mörg horn að líta um helgina.
Lögregla hafði í mörg horn að líta um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður rafmagnshlaupahjóls sem var handtekinn eftir að hafa ekið á erlendan ferðamann á Klambratúni var hissa á afskiptum lögreglu og fannst mikið úr málinu gert. Hann er grunaður um að hafa stjórnað hjólinu undir áhrifum áfengis.

Þetta kemur fram í í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði í mörg horn að líta um helgina.

Þar segir að ferðamaðurinn hafi verið fluttur á slysadeild í kjölfar árekstursins.

Líkamsárásir, þjófnaðir og eignaspjöll

Alls voru 22 ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina, fimmtán líkamsárásar- og heimilisofbeldismál komu á borð lögreglu og var tilkynnt um 17 þjófnaðarbrot.

Þá var nokkuð um minniháttar eignaspjöll, þar á meðal nokkur rúðubrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert