Loo má ekki tengja hjólhýsi við fráveitu

Landeigandi að Leyni 2 og 3 hafði ekki leyfi til …
Landeigandi að Leyni 2 og 3 hafði ekki leyfi til að tengja hjólhýsi við fráveitu.

„Hann hefur enga heimild til að tengja hjólhýsin við fráveitukerfið,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra.

Haraldur Birgir hefur gert Loo Eng Wah, landeiganda að Leyni 2 og 3 þar sem fyrirhuguð er mikil uppbygging í ferðaþjónustu, að rjúfa tengingar hjólhýsa við rotþróarkerfi á staðnum. Hjólhýsin hafa verið í útleigu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Nú er niður­sveifla í ferðaþjón­ust­unni á Íslandi. Ferðamönn­um hef­ur fækkað og við þurf­um eitt­hvað til í það minnsta að gera landið jafn vin­sælt og áður, ef ekki vin­sælla. Ég held að upp­bygg­ing sem þessi hjálpi til,“ seg­ir Loo Eng Wah sem stend­ur fyr­ir upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu að Leyni 2 og 3 í Landsveit.

Morg­un­blaðið hef­ur greint frá um­ræddri upp­bygg­ingu en íbú­ar og sum­ar­húsa­eig­end­ur hafa bund­ist sam­tök­um til að mót­mæla þeim. Vilja þeir meina að sveit­ar­fé­lagið hafi ekki staðið rétt að kynn­ingu á um­rædd­um áform­um og að þau séu of stór­tæk. Íbú­arn­ir hafa staðhæft að þarna geti risið allt að 500 manna þorp með til­heyr­andi raski.

Í bréfi Haraldar Birgis til landeiganda í Landsveit, sem kvartaði undan starfseminni á staðnum, kemur fram að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu stöðuleyfis fyrir hjólhýsin hafi byggst á þeim skilyrðum sem fram komu í umsókn landeigandans þar sem fullyrt var að þau yrðu ekki tengd vatnsveitu- eða fráveitukerfi.

Loo seg­ir í viðtali við Morg­un­blaðið að því fari fjarri að áform hans séu jafn stór­tæk og íbú­ar hafi haldið fram. Hann von­ast til að fram­kvæmd­irn­ar fari fram í sátt við fólk á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert