Norðurljósin eru sterkt aðdráttarafl

Norðurljós yfir Þjórsárbrú.
Norðurljós yfir Þjórsárbrú. Ljósm/Skúli Már Gunnarsson

Ágætlega lítur út með bókanir og aðsókn í norðurljósaferðir í vetur. Norðurljósin voru með öflugasta móti um síðustu helgi og dagana þar á undan og voru þá gerðir út fjölmennir leiðangrar austur á Þingvelli, að Stafnesi og í Ósabotna á Reykjanesi, staði þar sem reynsla sýnir að vel sjáist til norðurljósa.

„Einmitt núna er virkni norðurljósa lítil og svo verður fram undir næstu mánaðamót. Við fylgjumst grannt með norðurljósaspám Veðurstofunnar og fleiri og högum ferðum samkvæmt því,“ segir Haukur Júlíusson hjá Kynnisferðum – Reykjavik Excursions, í umfjöllun um norðurljósaskoðun í Morgunblaðinu í dag.

Fyrstu norðurljósaferðirnar á þessu hausti voru farnar um 25. ágúst og svo dagana þar á eftir. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar voru áberandi meðal farþega þá. Fólk frá til dæmis Japan og Kína, verður svo meira áberandi í farþegahópnum þegar líða tekur á veturinn. Í Austurlöndum fjær er trú fólks raunar sú að sjái elskendur til norðurljósa boði það gæfu og ávöxt ástar. Gifting og norðurljósferð er vinsæl tvenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert