Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur bæta við sig fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 19,8%, …
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 19,8%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,8%, einu og hálfu prósentustigi meira en í síðustu mælingu MMR í september. Fylgi Miðflokksins mælist 14,8% og jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. 

Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig og mælist nú 8,8% og fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tvö og hálft prósentustig og er nú 10,3%. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,0%, samanborið við 43,7% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar minnkar lítillega milli mánaða, eða um 0,7%, og mælist flokkurinn með 14,1% fylgi og er því þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Viðreisn bætir við fylgi sitt og mælist nú 11,0%, samanborið við 10,2% í síðustu könnun.

Framsóknarflokkurinn tapar 1,7% frá síðustu könnun og mælist nú með 10,1% fylgi. Flokkur fólksins bætir við sig 1,6% og mælist nú með 5,6% fylgi. Þá er Sósíalistaflokkur Íslands með 3,1% fylgi eða 1,1% meira en í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 2,4% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd 30. september - 9. október 2019 og var heildarfjöldi svarenda 2.124 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur njóta mests fylgis á Alþingi samkvæmt nýrri …
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur njóta mests fylgis á Alþingi samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Grafík/MMR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert