Segir Íslendinga ástfangna af EES-samningnum

Ljósmynd/Norden.org

Fyrrverandi formaður norsku Evrópusamtakanna, Paal Frisvold, segir í grein í norska dagblaðinu Verdens Gang að allt Ísland sé ástafangið af EES-samningnum.

Tilefnið er skýrsla stýrihóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipaði á síðasta ári undir formennsku Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Stýrihópurinn skilaði skýrslu sinni nýverið en Frisvold segir að Guðlaugur Þór hafi viljað slá skjaldborg um EES-samninginn í kjölfar deilna um þriðja orkupakkann.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Vitnar Frisvold í Jonas Gahr Støre, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um að enginn elska'i innri markað Evrópusambandsins. Núverandi utanríkisráðherra landsins, Ine Eriksen Søreide, gengi hins vegar í bol sem á stæði: „Elska EES".

Frisvold segir að annað hljóð sé hins vegar í strokknum á Íslandi. „Því allt Ísland er ástfangið af EES.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert