Alþjóðavæðingin á krossgötum

Bílahlutir settir saman í verksmiðju í Changchun í Kína.
Bílahlutir settir saman í verksmiðju í Changchun í Kína. AFP

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Íslendinga þurfa að endurmeta utanríkisstefnuna. Út frá smáríkjafræðum sé mikilvægt að Ísland hafi tryggan skjólsveitanda.

Vísar hann til stjórnmálalegs og efnahagslegs skjóls. Tilefnið er m.a. þrýstingur bandarískra stjórnvalda á að Íslendingar taki ekki þátt í Belti og braut, innviða- og fjárfestingaverkefni kínverskra stjórnvalda, og noti ekki búnað frá kínverska félaginu Huawei í 5G-kerfið.

Íslendingar þiggi hins vegar flestallt samstarf sem sé í boði við Kína. Telur Baldur ríkt tilefni til að skilgreina hvar hagsmunir Íslands liggja í breyttu alþjóðaumhverfi. Að öðrum kosti geti einstök ríki farið að setja Íslandi stólinn fyrir dyrnar og það bitnað á hagsmunum landsins.

Lítill tími til stefnu

Marc Lanteigne, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö, fjallaði um tollastríð Kína og Bandaríkjanna í fyrirlestri við Háskóla Íslands. Stríðið geti haft víðtækar efnahagslegar afleiðingar. Íslendingar hafi ekki mikinn tíma til stefnu til að velja hvoru stórveldinu þeir fylgi að málum í efnahagslegu tilliti. Hann tók dæmi af Nýja-Sjálandi sem færi orðið varlega í gagnrýni á Kína vegna viðskiptahagsmuna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tómas Tómasson fjármálamaður skrifar um tollastríðið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir, að „jafnvel þótt samningar náist að fullu gætu alþjóðaviðskipti minnkað“. 6, 14 og 15

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert