Rafhleðslur fleiri en bensíndælur á nýrri stöð N1

Framkvæmdir eru hafnar við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi vegna fjölorkustöðvar …
Framkvæmdir eru hafnar við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi vegna fjölorkustöðvar N1. Stöðin verður opnuð á næstu mánuðum. mbl.is/​Hari

Framkvæmdir við nýja fjölorkustöð N1 við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar en stefnt er að því að nýja stöðin verði opnuð öðrum hvorum megin við áramót. Nýja stöðin verður sjálfsafgreiðslustöð þar sem boðið verður upp á bensín, dísil og rafhleðslu.

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, segir fjölorkustöðina marka tímamót hér á landi. Í fyrsta sinn rísi stöð þar sem rafhleðslur verði fleiri en dælur undir bensín og dísel, eða átta fyrir raðhleðslu og fjórar fyrir eldsneyti. Stöðin muni t.d. gefa viðskiptavinum Krónunnar og Elko færi á að hlaða bílinn á meðan þeir versla. „Þjónusta olíufélaga hefur verið að þróast í þessa átt og við viljum vera leiðandi í þeirri vegferð, þetta er ákveðin þróun til framtíðar litið. Í upphafi árs fjárfesti Festi, móðurfélag N1, í Íslenskri orkumiðlun, sem undirstrikar á hvaða vegferð við erum,“ segir Hinrik.

Hann segir að með nýju stöðinni nái félagið að þjónusta á ný íbúa í Kópavogi og nágrenni, en N1 þurfti að selja tvær stöðvar frá sér í bæjarfélaginu að kröfu Samkeppniseftirlitsins þegar farið var í sameiningu N1 og Festi, sem rak Krónuna og Elko. Hinrik segir nýju fjölorkustöðina við Lindir vera eina birtingarmynd samrunans en fram undan séu frekari aðgerðir sem miði að því að nota sameiginlegan styrk fyrirtækjanna undir nafni Festis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert