80% þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi

Hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra …
Hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 80% kvenna á Alþingi verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrra rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Greint er frá niðurstöðunum í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 

Fréttablaðið fjallar um niðurstöðu rannsóknarinnar en þar kemur fram að hlutfallið er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. 

Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76%. 28% kvennanna sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæplega fjórðungur, eða 24%, hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 20,8% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi, það er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. 

Niðurstöðurnar voru bornar saman við könnun um kynbundið ofbeldi sem framkvæmd var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið í fyrra. Við þann samanburð kemur meðal annars fram að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. 

Munurinn liggur einna helst í líkamlegu og efnahagslegu ofbeldi. Í Evópu hafa rúm 9% fleiri orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, eða 14,8%. Þá hafa 7% fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi en starfssystur þeirra í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert