Gamla flugstöðin verður endurgerð

Gamla flugstöðin. Byggingarnar eru að stofni til frá árum síðari …
Gamla flugstöðin. Byggingarnar eru að stofni til frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Mikil þrengsli eru þar oft. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert varð úr þeim áformum að afgreiðsla flugfarþega á Reykjavíkurflugvelli færðist úr núverandi flugstöð á nýja samgöngumiðstöð, sem til stendur að reisa á reit Umferðarmiðstöðvarinnar.

Þess í stað verður núverandi flugafgreiðsla endurgerð og stækkuð, samkvæmt upplýsingum Þórmundar Jónatanssonar, upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins.

Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, skipaði verkefnahóp til að skoða heppilega staðsetningu fyrir nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Hópurinn skilaði skýrslu í maí 2018 og kynnti þá niðurstöðu sína að samgöngumiðstöð á BSÍ-reitnum við Umferðarmiðstöðina væri áhugaverðasti kosturinn fyrir innanlandsflug.

Það vakti athygli nýlega, þegar kynnt voru áform Reykjavíkurborgar um að efna til alþjóðlegrar samkeppni um samgöngumistöðina, að ekki var minnst einu orði á flugstöð í skýrslunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert