Hljóp nakinn um Reykjavíkurflugvöll

Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en síðan á …
Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en síðan á sjúkrastofnun til aðhlynningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst tilkynning um mann sem hljóp nakinn um Reykjavíkurflugvöll skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 

Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð en síðan á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna ástands. Maðurinn er grunaður um húsbrot og eignaspjöll, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Aðeins örfáum mínútum síðar var maður í annarlegu ástandi handtekinn á heilbrigðisstofnun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann var þar til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Þegar átti að vísa honum út veittist hann að lögreglumanni. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Þá var maður handtekinn í Vesturbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum. Hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um eignaspjöll, en hann hafði sparkað upp íbúðarhurð. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert