Stækkar álmarkaðinn

mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Aukin notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts styrkir áliðnaðinn. Það gæti aftur styrkt útflutning á áli frá Íslandi á næstu árum. Þetta segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er umfjöllun bandarískra fjölmiðla á síðustu dögum um þá ákvörðun matvörurisa að nota ál í drykkjarumbúðir. Til dæmis hefur Coca-Cola ákveðið að nota ál í umbúðir fyrir vatn og PepsiCo hefur haldið inn á sömu braut.

Með þessu bregðast fyrirtækin við mikilli umræðu um plastmengun og neikvæð áhrif hennar á lífríkið.

Þýðir tugi milljarða dósa

Spáð er 3-5% vexti í notkun áldósa í Bandaríkjunum á næstu árum. Miðað við núverandi notkun er hvert prósentustig milljarður dósa. Gangi spáin eftir gæti því þurft að auka framboð áldósa um milljarðatugi á næstu árum til að anna eftirspurn. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir að eftir að Bandaríkjastjórn setti tollamúra gagnvart kínverskum álframleiðendum, sem framleiði yfir helming af öllu áli í heiminum, hafi það ál fundið sér annan farveg. „Ef Ísland gerir fríverslunarsamning við Bandaríkin, eins og talað er um núna, og ef álið héðan yrði innan tollamúra þar, gætu auðvitað opnast markaðir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert