Vísar meintum leka frá Seðlabankanum til RÚV til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV til lögreglu. Meintur leki átti sér stað árið 2012 í tengslum við húsleit í Samherja og kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í kvöldfréttum stöðvar tvö. 

Framkvæmdastjóri Seðlabankans var í samskiptum við fréttamann á RÚV í um mánuð áður en ráðist var í húsleit í Samherja árið 2012. Þegar húsleitin fór fram voru fréttamenn frá Rúv þegar mættir á staðinn.

Í viðtali við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, fullyrðir hann að þetta hafi verið aðför að fyrirtækinu og þaulskipulagt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert