Kynna kolefnisreikni fyrir almenning

Almennt er kolefnisspor bíl- og flugferða stærsti hluti kolefnisspors meðal-Íslendingsins.
Almennt er kolefnisspor bíl- og flugferða stærsti hluti kolefnisspors meðal-Íslendingsins. Ljósmynd/EFLA/OR

Orkuveita Reykjavíkur og EFLA verkfræðistofa hafa nú gert öllum aðgengilegan kolefnisreikni á netinu þar sem allir geta reiknað kolefnisspor sitt á einfaldan og fljótlegan hátt.

Þá eru þar einnig gefin ráð um hvernig minnka megi eigið kolefnisspor út frá þeim upplýsingum sem slegnar eru inn. Þetta kemur fram í tilkynningu OR og EFLU, sem unnu saman að þróun þessa nýja verkfæris fyrir almenning.

„Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um neyslumynstur okkar ásamt því að benda á góð ráð til að minnka kolefnissporið. Þetta er einnig þáttur í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna.“

Bíl- og flugferðir stærsti hluti kolefnisspors meðal-Íslendings

Kolefnisreikninum er skipt upp í þá fjóra þætti sem hafa mest áhrif á stærð kolefnissporsins. Þættirnir endurspegla það val sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi hvað varðar ýmsar vörur, þjónustu, matvæli og ferðalög.

Almennt er kolefnisspor bíl- og flugferða stærsti hluti kolefnisspors meðal-Íslendingsins enda meginhluti þessara samgangna knúinn jarðefnaeldsneyti. Orkunotkun húsnæðis vegna hitaveitu og rafmagns hefur hins vegar lítil áhrif á kolefnissporið enda orkan þar græn.

Í kolefnisreikninum sér hver og ein sem slær inn upplýsingar um sínar venjur eigið kolefnisspor í samanburði við kolefnispor almenns íbúa á Íslandi. Einnig sést samanburður við það hversu lítið kolefnissporið þarf að vera til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun árið 2100 innan við 1,5°C, miðað við hitastig fyrir daga iðnbyltingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert