Tafirnar óafsakanlegar

Hverfisgata. Verkið hófst í maí og átti að ljúka í …
Hverfisgata. Verkið hófst í maí og átti að ljúka í ágúst en nokkuð er eftir enn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessar miklu tafir á framkvæmdum á Hverfisgötunni getur Reykjavíkurborg ekki afsakað,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.

Óánægju gætir meðal veitingamanna og annarra fyrirtækjarekenda við neðanverða Hverfisgötu, það er milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skipti á jarðveg, lögnum og fleiru slíku á þessum slóðum hófust í maí í vor og átti að ljúka í kringum 20. ágúst. Það stóðst ekki en nú er stefnt á 15. nóvember.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásmundur Helgason, sem rekur kaffihúsið Gráa köttinn, hinar miklu tafir óþolandi og skýringar borgarinnar á þeim standist enga skoðun. Hann hefur því ákveðið að krefjast bóta af borginni vegna búsifja. Veltan í rekstri kaffihússins í október síðastliðnum sé 40% minni en hún var í sama mánuði í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert