Engin fulltrúi úr borgarstjórn á 100 ára afmæli Brynju

Gunnar Gunnarsson í Silfrinu í dag.
Gunnar Gunnarsson í Silfrinu í dag. Skjáskot/RÚV

„Við erum að reyna að fá Íslendinga til að koma. Þær búðir sem hafa verið að flýja og þurft að flytja, þetta eru búðir sem þurfa á Íslendingum að halda. Þetta mun fara með allan rekstur. Það gæti orðið hrina hérna eftir áramótin,“ segir Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins. 

Gunnar var gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfrinu í dag. Segir hann alveg ljóst að meirihluti rekstraraðila í miðborginni séu mótfallnir göngugötum. Þá segir hann borgaryfirvöld ekkert gera til þess að komast til móts við rekstaraðila. 

„Þetta er svo borðliggjandi. Í átta ár er Miðbæjarfélagið í Reykjavík, kaupmenn og rekstraraðilar, búið að vera í stríði við borgina útaf þessum götulokunum. Það er afgerandi andstaða rekstraraðila gegn þessum lokunum og það er ekkert á okkur hlustað

„Einu aðilarnir sem eru hlynntir því að loka Laugaveginum eru rekstraraðilar úti á Granda. Hvers vegna í ósköpunum loka þeir þá ekki bara úti á Granda,“ sagði Gunnar. 

Vilja fá fleiri Íslendinga

Gunnar segir að jafnvel þó að mikið sé um erlenda ferðamenn í miðbænum vilji flestir verslunareigendur ná til Íslendinga. Mikið sé um verslanir sem leggi áherslu á íslenska viðskiptavini sem hafi þurft að færa sig annað og að í staðinn fyrir slíkar verslanir komi svokallaðar lundabúðir. 

„Þetta er verslunargata. Afgerandi meirihluti rekstraraðila frá Snorrabraut að Lækjargötu eru alfarið á móti göngugötum. Það verður gríðarlegur samdráttur í sölu. Íslendingar, þeir hverfa. Þeir koma ekki í bæinn, þeim finnst þetta vesen, þetta er leiðinlegt. Þetta er að skaða verslunina og við erum að sjá á eftir gríðarlega mikið af flottum fyrirtækjum,“ segir Gunnar. 

Þá segir hann ekki hægt að bera Laugaveginn saman við erlendar verslunargötur. 

Það er alltaf verið að miða okkur við eitthvað erlendis. Svo er verið að bera okkur saman við Strikið og svona. Það koma 10 milljónir til Kaupmannahafnar á ári. Hvernig er hægt að bera þetta saman. Ferðamenn sem fara til Kaupmannahafnar eru ekki að fara út úr bænum að skoða Gullfoss og Geysi, það er ekkert svoleiðis. 

Eina skiptið sem verslun á Laugaveginum fagnar 100 ára afmæli

Þá segir Gunnar það afar leiðinlegt að fulltrúarborgarstjórnar hafi ekki mætt á 100 ára afmæli verslunarinnar Brynju á föstudag. 

„Eins og allir vita var Brynja 100 ára síðasta föstudag. Hann er auðvitað búinn að vera einn af forystumönnunum í baráttunni gegn götulokunum. Það var stórmerkilegt, þetta er örugglega eina skiptið og það á ekki eftir að gerast aftur að búð haldi uppá 100 ára afmæli á Laugaveginum. Það kom engin úr borgarstjórn, það kom engin borgarstjóri, hann fékk ekki einu sinni skeyti frá þeim, þeir létu ekki sjá sig. Ég skil það nú reyndar vel því Dagur er ekki með vinsælustu mönnum þarna,“ því get ég lofað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert