Vilhjálmur formaður hæfnisnefndar vegna varaseðlabankastjóra

Vilhjálmur Egilsson, formaður hæfnisnefndar um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka …
Vilhjálmur Egilsson, formaður hæfnisnefndar um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.

Þriggja manna hæfnisnefnd hefur verið skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra til að meta hæfni umsækjenda um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.

Nefndina skipa Ásta Dís Óladóttir, lektor við Háskóla Íslands, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins, Jacqueline Clare Mallet, lektor við Háskólann í Reykjavík, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem skipaður er án tilnefningar og er jafnframt formaður nefndarinnar.

10 einstaklingar sóttu um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, en áformað er að hæfnisnefndin skili niðurstöðum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. desember.

Um­sækj­end­ur um embætti vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika eru:
Arn­ar Bjarna­son, lektor og fram­kvæmda­stjóri
Ásdís Kristjáns­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur og for­stöðumaður efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins
Guðrún Johnsen, hag­fræðing­ur
Gunn­ar Jak­obs­son, lög­fræðing­ur
Hauk­ur C. Bene­dikts­son, hag­fræðing­ur
Jón Þór Sturlu­son, aðstoðarfor­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins
Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­fræðing­ur
Óttar Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga
Tóm­as Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu
Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræðing­ur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert