Kynntu Pólland á Patreksfirði

Pólsku nemendurnir með pólska fánann á milli sín.
Pólsku nemendurnir með pólska fánann á milli sín. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Pólskættuð börn í Patreksfjarðarskóla stóðu fyrir kynningu á Póllandi fyrir skólasystkini sín í skólanum sl. þriðjudag. Tilefnið var fullveldisdagur Póllands 11. nóvember sl., sem bar upp á sunnudag.

Kynningin á Póllandi hefði að óbreyttu farið fram á mánudeginum en þá fór fram sameiginlegur starfsdagur kennara í skólum á sunnanverðum Vestfjörðum, þ.e. úr skólunum á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.

Pólsku krakkarnir lásu upp sögu Póllands til frelsis, sungnir voru pólskir söngvar og tónlist flutt. Kynningin heppnaðist mjög vel en pólsku krakkarnir eru um fjórðungur af heildarfjölda nemenda.

Pólskættuð börn eru um fjórðungur nemenda Patreksfjarðarskóla, sem eru alls …
Pólskættuð börn eru um fjórðungur nemenda Patreksfjarðarskóla, sem eru alls um 100. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert