Ættum að taka Namibíu til fyrirmyndar

Undir störfum þingsins sagði Þórhildur Sunna Samherjamálið hafa dregið dilk …
Undir störfum þingsins sagði Þórhildur Sunna Samherjamálið hafa dregið dilk á eftir sér í Namibíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir Ísland eiga að taka Namibíu sér til fyrirmyndar í stað þess að tala landið niður, eins og nokkrum háttvirtum þingmönnum og ráðherrum hafi orðið á að gera.

Undir störfum þingsins sagði Þórhildur Sunna Samherjamálið hafa dregið dilk á eftir sér, ráðherrar sagt af sér og jafnvel verið handteknir og málið sé í rannsókn hjá sérstakri spillingarlögreglu, sem njóti liðsinnis uppljóstrara sem séu verndaðir með sérstökum lögum.

„Hér er ég ekki að tala um Íslandi, virðulegur forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn spillingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert