Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið fyrirtækið af lífi

Í tilkynningu Joy segir að eigendur hafi á mánudag, 25. …
Í tilkynningu Joy segir að eigendur hafi á mánudag, 25. nóvember, ákveðið að loka staðnum í óákveðinn tíma. Vonast sé til að hægt verði að opna aftur þegar daginn fari að lengja, en veitingarekstur sé snúinn í Vestmannaeyjum yfir vetrartímann. mbl.is/Árni Sæberg

Veitingastaðurinn Joy segir umhugsunarvert að opinber eftirlitsaðili sendi frá sér gögn til þriðja aðila áður en tímafrestur eigenda til svara um úrbætur sé útrunninn. Hann sakar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um að taka fyrirtækið af lífi opinberlega, á villandi hátt.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Joy á Facebook, en fjallað var um í Morgunblaðinu í gær að heilbrigðiseftirlitið hefði tilkynnt veitingastaðnum, sem staðsettur er í Vestmannaeyjum, að starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins yrði aft­ur­kallað næst­kom­andi föstu­dag, ef þá hefðu ekki verið gerðar út­bæt­ur á aðstöðu fyr­ir­tæk­is­ins og starf­semi.

Í tilkynningu Joy segir að eigendur hafi á mánudag, 25. nóvember, ákveðið að loka staðnum í óákveðinn tíma. Vonast sé til að hægt verði að opna aftur þegar daginn fari að lengja, en veitingarekstur sé snúinn í Vestmannaeyjum yfir vetrartímann.

Athugasemdir snúið að gólfefni og málningu á hillum

Veitingastaðurinn hafi vissulega fengið ítrekaðar athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, en þær snúi ekki að þeim vörum sem þar eru seldar eða hreinlæti tengdri framleiðslu á matvælum. 

Athugasemdirnar snúa helst að gólfefni í sal, málningu á hillum og veggjum á þurrlager og að daglegri skráningu á þrifum og hitastigi í kælum hafi verið ábótavant. Stefnan var vissulega að taka tillit til athugasemda eftirlitsaðila á meðan lokun væri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert