Sífellt fleiri skipta út plastinu

Nýtt útlit. Emmessís fæst nú í pappaumbúðum í stað plastboxa.
Nýtt útlit. Emmessís fæst nú í pappaumbúðum í stað plastboxa.

„Ég fagna þessum breytingum. Allt smátt hjálpar,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri félagsins Ungir umhverfissinnar.

Fjölmörg íslensk framleiðslufyrirtæki hafa á liðnum vikum og mánuðum tilkynnt að þau hafi eða ætli sér að skipta yfir í umhverfisvænni umbúðir um vörur sínar. Í síðustu viku var greint frá því að Emmessís ætli sér að skipta út plastísboxum og selja ísinn í staðinn í pappaumbúðum. Stærri umbúðir hjá fyrirtækinu verða með plastinnsigli og því er farið frá að notast við 100% plast yfir í 83% pappa.

Mjólkurvinnslan Arna kynnti fyrir skemmstu umhverfisvænni umbúðir um ab-mjólk, pappamál sem innihalda 85% minna plast en áður, að því er fram kemur í umfjöllun um þessimál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert