„Verður kolvitlaust veður“

Frá Mosfellsheiði á síðasta ári.
Frá Mosfellsheiði á síðasta ári. mbl.is/Hari

„Ef spá gengur eftir verður kolvitlaust veður,“ segir Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Almannavarnir og Veðurstofa Íslands funduðu fyrr í dag um hvaða skref verða tekin næstu tvo daga þegar spáð er slæmu veðri á landinu.

Almannavarnir hafa verið í sambandi við embætti lögreglustjóra víðs vegar um landið og eru viðbragðsaðilar á tánum, að sögn Hjálmars.

Staðan verður tekin á nýjan leik þegar ný veðurspá birtist klukkan 6 í fyrramálið. Til stendur að almannavarnir verði með viðveru í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð.

Hjálmar hvetur almenning til að vera duglegan að fylgjast með veðurspá frá Veðurstofu Íslands og einnig með tilkynningum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert