Torg kaupir eignir Frjálsrar fjölmiðlunar

Fréttablaðið.
Fréttablaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti vefmiðlunum frettabladid.is og hringbraut.is, hefur keypt útgáfuréttinn að DV og vefmiðilinn dv.is, ásamt gagnasafni, af Frjálsri fjölmiðlun ehf., útgáfufélagi DV.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins.

DV hefur undanfarið verið gefið út vikulega. DV.is hefur verið að sækja í sig veðrið sem einn af fjölsóttustu vefmiðlum landsins samkvæmt mælingum Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert